Gunnar í Krossinum komst í fréttirnar í gær þegar hann mótmælti nýrri þýðingu Biblíunnar. „Guð skrifar í stein“ sagði hann. Skrítið að hann mótmæli því ekki að Biblían skuli þýdd yfir á íslensku því eins og allir vita skrifaði Guð aðeins á hebresku og grísku. Nei, við megum ekki hugsa sem svo að til sé einn réttur texti af Biblíunni. Upphaflega gengu sögurnar manna á milli í munnlegri geymd og tóku breytingum eftir því hver sagði þær og hver hlustaði. Við samsömum sögur eða kvæði að áheyrandanum í hvert skipti og heimfærum flutninginn upp á þá sem eru viðstaddir. Hlustendur dagsins í dag þurfa uppdeitaðar sögur og því ekkert að því að breyta þeim til þess að þær nái til fleiri.