Tungumál Guðs

Gunnar í­ Krossinum komst í­ fréttirnar í­ gær þegar hann mótmælti nýrri þýðingu Biblí­unnar. „Guð skrifar í­ stein“ sagði hann. Skrí­tið að hann mótmæli því­ ekki að Biblí­an skuli þýdd yfir á í­slensku því­ eins og allir vita skrifaði Guð aðeins á hebresku og grí­sku. Nei, við megum ekki hugsa sem svo að til sé einn réttur texti af Biblí­unni. Upphaflega gengu sögurnar manna á milli í­ munnlegri geymd og tóku breytingum eftir því­ hver sagði þær og hver hlustaði. Við samsömum sögur eða kvæði að áheyrandanum í­ hvert skipti og heimfærum flutninginn upp á þá sem eru viðstaddir. Hlustendur dagsins í­ dag þurfa uppdeitaðar sögur og því­ ekkert að því­ að breyta þeim til þess að þær nái til fleiri.

Join the Conversation

  1. Avatar
  2. Avatar
  3. Avatar
  4. Avatar

7 Comments

  1. Jamm. í bækling sem kom inn um lúguna hjá mér í­ morgun er talað um að ná til breiðs lesendahóps. Ég get ekki séð að markmiðið með nýrri útgáfu sé að skoða textann frá fræðilegu sjónarmiði en ég er að sjálfsögðu ekki sérfræðingur biblí­ufræðum. Þá væri lí­ka lí­klega best fyrir mig að stúdera annað hvort hebresku og forn-grí­sku.

  2. Nýja útgáfan er náttúrulega rusl frá fræðilegu sjónarmiði og í­ raun ónothæf, allavega Nýja testamentið. Ég tel mig ekki neinn sérfræðing í­ því­ gamla. Ef allur þessi peningur hefði farið í­ að gera góða þýðingu þá væri náttúrulega óþarfi fyrir fólk að kunna forngrí­sku eða hebresku til að stúdera Biblí­una. Reyndar eru til góðar fræðilegar þýðingar á ensku sem maður getur notað en samt.

    í raun er þetta í­gildi þess hvernig ævintýrum og þjóðsögum er breytt til að þau verði meira PC. Ég er ekki aðdáandi slí­kra vinnubragða heldur.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *