Jólakveðja í­ lengra lagi

í orðræðunni um kristni og ekki kristni sem hefur geisað sí­ðustu vikur hefur margt áhugavert komið fram fyrir háskólanema sem er að stúdera trúarlí­f og sögu þess. Eitthvað það allra skemmtilegasta fannst mér þegar hinir kristnu sökuðu heiðingja um stuld á jólunum. Jólin væru kristinn siður og annað væru lygar til þess að grafa undan hátí­ðleik þeirra. Hér fara kristmenn því­ miður með rangt mál. Aðrir kristnir viðurkenna að jólahald kunni að vera upphaflega heiðið en óvissan um það sé svo mikil að ekki sé hægt að halda því­ fram, samtí­maheimildir skorti o.s.frv. í anda jólanna ætla ég ekki að fjalla um þær samtí­maheimildir sem við höfum fyrir tilvist Krists heldur fjalla stuttlega um langa sögu jólanna.

Þó við kennum jólin í­ dag við fæðingu frelsarans eru jólin að öllum lí­kindum ekki kristin siður í­ upphafi. í Biblí­unni er ekki getið um fæðingardag Jesú og er það engin tilviljun. í frumkristni var áherslan lögð á verk Jesú í­ lifanda lí­fi, dauðann á krossinum, upprisuna og himnaförina. Sjaldan hélt almenningur upp á fæðingardag sinn en öðru máli gegndi með konunga og höfðingja.

Við eins og svo margir í­búar Norður Evrópu þekkjum myrkrið sem rí­kir í­ skammdeginu. Myrkrið er ekki eitthvað nýtt fyrirbæri. ímyndum okkur að við séum stödd á bóndabæ árið 300 f.kr. Þar er engin götulýsing, ekkert rafmagn og lí­til sem engin birta. Það er því­ fagnaðarefni þegar dag tekur að lengja á sólstöðum. Hátí­ðin sem haldin var til að fagna því­ að brátt tæki að birta á ný nefndist á norrænu jól. Vetrarhátí­ðir voru vinsælar skemmtanir í­ mörgum landbúnaðarsamfélögum fyrri tí­ma. Tí­masetningin hentaði lí­ka vel, þá var til nægur matur og frekar lí­tið var að gera í­ bústörfum.

Ef við förum enn lengra aftur í­ sögunni þá hittist fólk fyrir um 4000 árum sí­ðan í­ Mesopótamí­u og hélt 12 daga hátí­ð á vetrarsólstöðum. Hátí­ðin var haldin til að sýna guðinum Marduk virðingu. Persar og Babýloní­umenn héldu einnig upp á vetrarsólstöður þar sem þrælar og húsbændur skiptu á hlutverkum í­ einn dag. Grikkir blótuðu Kronos á þessum tí­ma og Rómverjar héldu upp á hátí­ð Satúrnusar, guðsins sem stjórnaði frjósemi jarðar. Hinum frumkristnu þóttu þessi hátí­ðarhöld rómverja vera hin mesta falsguðadýrkun.

Saturnalia stóð yfir í­ nokkra daga um miðjan desember í­ Rómarveldi. Þar skemmtu menn sér m.a. með áti, drykkju og gjöfum. Rómverjar héldu aðra svipaða hátí­ð í­ byrjun janúar. Að öllum lí­kindum urðu þessar hátí­ðir seinna að einni. Það var loks Júlí­us Sesar sem ákvað 46 f.Kr. að kenna 25. desember við vetrarsólhvörf (dagsetningin var látin halda sér þrátt fyrir villur sem fylgdu hlaupári) Sirka 330 árum seinna ákvað írlí­anus keisari að fæðingardagur hinnar ósigrandi sólar skildi haldinn hátí­ðlegur 25. desember.

Margt átti eftir að breytast í­ Rómarrí­ki. Yfirvöld þar sáu að m.a. var betur hægt að stjórna almenning með innleiðingu kristinnar trúar. Svo varð úr og 380 var kristin trú rí­kistrú í­ Rómarveldi. Eins og ví­ðar þar sem kristninn siður hóf innreið sí­na var lögð áhersla á að aðlaga siðinn að þeim sið sem var þar fyrir. Þannig var ekki hætt að halda upp á Saturnaliu heldur var hátí­ðin tengd við kristna trú og almenningur fékk áfram heimild til að skemmta sér í­ desember, syngja og dansa, vitja vinafólks og gefa gjafir.

Kirkjan vann hins vegar smám saman að því­ að breyta hugsunarhætti fólks þannig að hátí­ðin væri fyrst og fremst fæðingarhátí­ð frelsarans en ekki til heiðurs hinni ósigrandi sól eins og hún hafði verið um aldir. Við höfum samtí­maheimildir fyrir þessu markmiði kirkjunnar. Þá er vel þekkt bréf Gregorí­us páfa frá 601 sem hann skrifar til biskupsins af Kantaraborg. Þar sem hann segir kirkjuna þurfa að þola siði alþýðunnar en gæða þá kristilegum anda. Bréfið kemur heim og saman við þær hugmyndir sem við höfum um það hvernig kristnun fór fram.

Vér brjótum niður hugsmí­ðar og allt, sem hreykir sér gegn þekkingu á Guði, og hertökum hverja hugsun til hlýðni við Krist. (Kor. 10:5)

Þó jólin eigi sér heiðna sögu þá er ekki þar með sagt að kristnir menn hafi ekki sett mark sitt á hátí­ðarhöldin. Þegar kom að því­ að ákveða fæðingardag krists voru margir dagar sem komu til greina. Það var sí­ðan árið 440 sem kirkjan lýsti því­ yfir opinberlega að 25. desember væri fæðingardagur Krists. Voru þá margir ósáttir enda vissi fólk eins og var að ekkert er vitað um fæðingardaginn.

í–nnur sögupersóna ekki ósvipuð Kristi, persneski guðinn Mí­þras átti að hafa fæðst 25. desember. Hann var sólguð og því­ eðlilegt að tengja fæðingu hans við vetrarsólstöður. Rómverjar komust í­ kynni við þessi trúarbrögð á ferðum sí­num til austurs 1. öld f.kr. Mí­þras fæddist eimmitt eins og Kristur af hreinni mey og eru sögur af honum um margt lí­kar sögum sem gengu um Jesú. Það var lí­ka þannig að fylgjendur þeirra börðust um hylli almennings allt þar til kristni var gerð að rí­kistrú í­ Rómarveldi.

Þeir sem halda vildu upp á fæðingardag Jesú um leið og skí­rn hans völdu 6. janúar. Það spruttu sí­ðan seinna upp deilur um það hvort rétt væri að hann hefði orðið guðlegur þegar hann var skí­rður eða við fæðingu. En sú dagsetning var ekki tilviljun enda héldu þeir sem voru Osí­ris-Aion trúar í­ Egyptalandi mikla hátí­ð á þeim degi enda hófust um það leyti flóð í­ Ní­l.

í kvæði um Harald hárfagra frá 9. öld er talað um að „drekka jól“ og „heyja Freys leik“. Þá er getið um það í­ Gulaþingslögum að öllum sé skylt að brugga og eiga öl til jóla. Úr sögum sem gerast á íslandi fyrir kristnitöku og skráðar voru 2-300 árum sí­ðar er ví­ða getið um jólahald og þá oftast í­ tengslum við samkomur þar sem drukkið var og etið. í Heiðreks sögu er m.a. getið um Freys blót. Við skulum ekki gleyma því­ að allt til ársins 1000 var rí­kjandi trúfrelsi á íslandi. Hér hafa jafnvel verið allt frá landnámi kristnar fjölskyldur sem héldu upp á jólin.

íslendingar hefja jólahald sitt á miðaftan daginn fyrir Jóladag og miða við gyðinglegt tí­matal. Þannig hefst hátí­ðin við sólsetur. Hátí­ðin sem við höldum hátí­ðlega á morgun hefur því­ í­ gegn um tí­ðina verið tengd við persneskan sólguð, rómverskan og norrænan frjósemisguð, fæðingarhátí­ð sólguðs, endurfæðingu sólarinnar, og spámann af gyðingaættum. ímsir fylgismenn kristninnar mótmæltu jólahaldi sem í­ grunninn var heiðið og fram fór með drykkju, veisluhöldum og öðru siðleysi. Kalvin og fleiri siðbótamenn héldu t.d. ekki upp á jólin.

Sr. Magnús Runólfsson á eitt sinn að hafa verið spurður að því­ hvað það sé að vera kristinn. Magnús var ekki lengi til svars og sagði: „Það er að ganga á móti straumnum. Það er að halda jól í­ Jesú nafni þegar heimurinn heldur heiðin jól.“

Með þessum stutta pistli óska ég ykkur gleðilegrar hátí­ðar ljóss og friðar.