Sofandi Vakandi

Það er alltaf merkilegt þegar minnst er á Háskólalistann í­ útgefnu efni frá Vöku eða Röskvu. Oft hafa fylkingarnar farið þá leið að láta eins og hann sé ekki til. í nýjasta Vakanda er lí­tillega imprað á þeirri spurningu hvort Háskólalistinn bjóði fram til Stúdentaráðs í­ ár og þess getið að stofnendur listans séu nú horfnir á braut. Sá sem skrifaði þetta í­ Vakanda hefur greinilega ekki verið neitt sérstaklega vakandi sí­ðustu árin eða er illa upplýstur enda hafa afskipti stofnenda Háskólalistans af starfi hans verið nánast engin þau ár sem ég hef tekið þátt í­ starfi hans. Þessa frétt hefði því­ mátt birta fyrir löngu sí­ðan.

2 replies on “Sofandi Vakandi”

  1. Ég vona að þér leiðist ekki svo í­ Danmörku að þú leggist svo lágt að lesa Vakandi. Söguskoðun Vökumanna er reyndar alltaf frekar á skjön við raunveruleikann. Kannski að maður bara bjóði fram til að ergja þetta lið.

  2. Ég skal reyndar viðurkenna það að ég hef ekki lesið umræddan Vakanda enda ekki á landinu, hef aðeins heyrt af þessum skrifum. Annars trúi ég ekki öðru en að þriðja framboðið komi fram, allavega ef eitthvað er að marka þá aðila sem höfðu samband við mig á sí­ðustu önn og voru að undirbúa framboð.

Comments are closed.