Handboltaæðið

Nú er sá tí­mi ársins sem landinn talar um handbolta. Kannski jaðrar það við landráð að minnast þess að í­slenska handboltalandsliðið tapaði sí­ðasta „alvöru“ leik sí­num gegn því­ sænska og hafa ekki unnið þá sænsku á stórmóti sí­ðan 1961. íslendingar virðast hins vegar aðeins muna eftir sigurleiknum í­ Stokkhólmi 2006. Við í­slendingarnir hérna tókum að okkur handboltakennslu í­ kvöld fyrir nemendur frá „frumstæðum“ þjóðum sem ekki spila handbolta í­ kvöld og því­ eins gott að liðið standi sig. Að sjálfssögðu halda þessir félagar okkar allir með íslendingum.