1.170 störf óskast

Ég er nokkuð viss um að rí­kisstjórnarflokkarnir töluðu ekki um að fækka opinberum störfum úti á landi fyrir sí­ðustu þingkosningar. Þvert á móti lofuðu þeir að fjölga þeim. Eftir kosningar hlupu sí­ðan þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar um landsbyggðina eins og kálfar að vori og lofuðu öllu fögru í­ atvinnumálum hvar sem stigið var niður fæti. Næturgalinn og iðnaðarráðherrann lofaði til dæmis 80 nýjum störfum á Vestfjörðum. Hvar eru þessi störf í­ dag? Þau eru allavega ekki fyrir vestan.

Nú finnst mér tilvalið að rifja upp árangur Framsóknarmanna í­ rí­kisstjórn 1995 til 1999. Fyrir kosningarnar 1995 lofaði flokkurinn að skapa 12.000 störf. Við það var staðið og gott betur. Störfin á kjörtí­mabilinu urðu í­ allt um 15.000. Samfylkingin lofaði 1.200 störfum óháð staðsetningu á þessu kjörtí­mabili. Nú þegar tæpur fjórðungur er liðinn af kjörtí­mabilinu er árangur flokksins sem fer með byggðamál ekki þannig að hægt sé að hrópa húrra fyrir. Búið er að skapa 30 slí­k störf í­ 12 ráðuneytum. Þau svör sem ráðherrar rí­kisstjórnarinnar gáfu í­ desember um efndir þessa loforðs gefa ekki tilefni til bjartsýni.