1.170 störf óskast

Ég er nokkuð viss um að rí­kisstjórnarflokkarnir töluðu ekki um að fækka opinberum störfum úti á landi fyrir sí­ðustu þingkosningar. Þvert á móti lofuðu þeir að fjölga þeim. Eftir kosningar hlupu sí­ðan þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar um landsbyggðina eins og kálfar að vori og lofuðu öllu fögru í­ atvinnumálum hvar sem stigið var niður fæti. Næturgalinn og iðnaðarráðherrann lofaði til dæmis 80 nýjum störfum á Vestfjörðum. Hvar eru þessi störf í­ dag? Þau eru allavega ekki fyrir vestan.

Nú finnst mér tilvalið að rifja upp árangur Framsóknarmanna í­ rí­kisstjórn 1995 til 1999. Fyrir kosningarnar 1995 lofaði flokkurinn að skapa 12.000 störf. Við það var staðið og gott betur. Störfin á kjörtí­mabilinu urðu í­ allt um 15.000. Samfylkingin lofaði 1.200 störfum óháð staðsetningu á þessu kjörtí­mabili. Nú þegar tæpur fjórðungur er liðinn af kjörtí­mabilinu er árangur flokksins sem fer með byggðamál ekki þannig að hægt sé að hrópa húrra fyrir. Búið er að skapa 30 slí­k störf í­ 12 ráðuneytum. Þau svör sem ráðherrar rí­kisstjórnarinnar gáfu í­ desember um efndir þessa loforðs gefa ekki tilefni til bjartsýni.

Join the Conversation

2 Comments

  1. Ég man vel eftir þessu loforði Framsóknar, ég man lí­ka eftir að bent var á að spáin á þeim tí­ma var upp á cirka jafn mörg störf og Framsókn var að lofa.

    Það spáir snjókomu á morgun og ég lofa snjókomu.

  2. Bí­ddu nú við. Ég man lí­ka ágætlega eftir þessum kosningum og þeirri gagnrýni sem flokkurinn fékk vegna loforðsins. Gagnrýnin var ekki þannig að þetta væri eitthvað sem væri í­ pí­punum. Nei, þvert á móti voru flokksmenn gagnrýndir fyrir að lofa einhverju sem þeir gætu aldrei staðið við. Það gengur einfaldlega ekki upp að flokkurinn hafi verið gagnrýndur fyrir að lofa einhverju sem hann átti ekki að geta staðið við ef spáin var eins og þú segir. En njóttu annars snjókomunnar. Hér hefur ekki fest snjó enn.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *