í Reykjavík er fámennur hópur sem segist vera ungliðahreyfing Frjálslynda flokksins. Ég dreg í efa að svo sé í raun og veru þar sem ekkert á heimasíðu Frjálslynda flokksins gefur það til kynna að þar sé starfandi ungliðahreyfing. Líklegast er þetta því einhver klúbbur einstaklinga sem gerir lítið annað en að vinna flokknum ógagn og draga málefnalega umræðu niður í svað skítkasts og upphrópana. Ég hef áður fjallað um furðuleg og ólýðræðisleg lög klúbbsins sem reyndar var breytt í síðustu viku. Er þar komin inn eftirfarandi málsgrein:
Stjórn samtakanna getur vikið félaga úr samtökunum ef hann tjáir sig gegn stefnu samtakanna ítrekað eftir að hafa fengið áminningu stjórnarinnar.
Það er ekkert annað. Ef félagsmaður er ekki sammála forystunni þá á bara reka sá hinn sama úr félaginu. Virðingin fyrir málfrelsinu er ekki meiri en þetta. Það er furðulegt að fjölmiðlar hafi ekki gengið á þingmenn flokksins og spurt þá hvort Landssamband ungra frjálslyndra sé í raun og veru stofnun innan flokksins. Þessi hópur kallar þá sem svo mikið sem dirfast að ræða um kosti Evrópusambandsaðildar landráðamenn. Ég sé eftir að hafa ekki tekið afrit af ummælum formanns hópsins um veru íslands í Sameinuðu þjóðunum. Henni leggst hann gegn enda skerðir hún að hans mati sjálfstæði okkar. Taki Frjálslyndi flokkurinn upp á því að gangast við þessum samtökum votta ég félögum í flokknum samúð mína.