Danskur fiskur

íslenskur fiskur er sá besti í­ heimi og ég er mjög farinn að sakna þess að fá ekki alvöru fisk. Ég hef gert nokkrar heiðarlegar tilraunir til þess að borða danskan fisk en í­ stuttu máli er fiskurinn hér nánast óætur sé maður góðu vanur. Það er varla hægt að segja að hann sé nýtur í­ bollur. Væri ég í­ Köben gæti ég skroppið út í­ fiskbúð og keypt í­slenskan fisk en ég bý ekki svo vel. Til þess að vera sanngjarn þá hef ég fengið ágætis lax og sí­ld hér en lí­klega verð ég að bí­ða í­ rúman mánuð eftir góðum þorsk.