Hið heilaga brauð

Mér hafa verið falin mörg trúnaðarstörf um ævina. Um helgina var mér falið all sérstætt en um leið hversdagslegast verkefni. Ég var beðinn um að henda brauði. Forsaga þess er að einn meðleigjandi minn vill trúar sinnar vegna ekki henda brauði í­ ruslið þar sem um heilagan mat er að ræða. Brauð á alltaf að borða, ef ekki af mönnum þá dýrum. Ég var því­ beðinn um að fara með gamalt brauð út í­ tunnu þegar þessi meðleigjandi minn sæji ekki til. í skjóli myrkurs henti ég brauðinu og bakaði nýtt í­ stað þess gamla. Ég er auðvitað ávallt þakklátur fyrir að vera treyst til vandasamra verka.