í mynd

Egó okkar íslendinga þarf reglulega á ví­tamí­nsprautu að halda. Eitt besta ví­tamí­nið sem við fáum er þegar útlendingar segjast vera hrifnir af íslandi. Þannig voru fjölmiðlar duglegir í­ gær að greina frá því­ að í­mynd íslands væri mjög jákvæð erlendis samkvæmt skýrslu nefndar um í­mynd íslands. Þegar skýrslan er lesin kemur í­ ljós að í­myndin erlendis er ekki neitt alltof jákvæð. í fyrsta lagi virðast fáir vita nokkuð merkilegt um ísland. Það særir auðvitað þjóðarstoltið og er vart hægt að fjalla um það í­ alvöru í­slenskum fjölmiðlum. Þá var ísland í­ 19. sæti af 35 löndum í­ rannsókn Simon Anholt í­myndasérfræðings árið 2007 á ytri í­mynd þjóða. ísland var neðst Norðurlandaþjóða og OECD þjóða. Fyrir þá sem vilja vita meira bendi ég á skýrsluna sjálfa sem er mjög áhugaverð. Þar er að finna margar góðar hugmyndir sem rétt væri að koma í­ framkvæmd.