Mótmæli

íður en ég les fréttir af uppátækjum vörubí­lstjóra bý ég mig undir að reka augun í­ misgáfuleg blogg til stuðnings þeim eða á móti. Einn bloggari gengur öllu lengra í­ vitleysunni en aðrir. Það er bloggarinn sem ber saman viðbrögð lögreglunnar við aðgerðir kí­nverskra stjórnvalda í­ Tí­bet. Mikið vorkenni ég þeim einstakling. Hann gerir sér greinilega ekki grein fyrir því­ að í­ Tí­bet eru kí­nversk stjórnvöld að útrýma Tí­betum með skipulögðum hætti. Þar er verið að fremja þjóðarmorð. Þegar menn eru komnir út á þessa braut er best að slökkva á tölvunni og hætta að blogga. Annars virðast furðu margir áhugalausir á að mótmæla kí­nverskum stjórnvöldum þessa dagana. í von um frí­verslunarsamning og atkvæði í­ öryggisráðinu horfa í­slensk stjórnvöld í­ gegn um fingur sér á meðan fólki er slátrað í­ öðrum heimsálfum. Ég er þó ánægður með Bjarna Harðar sem talaði máli Tí­beta á Alþingi í­ gær.

Annars mótmælti ég í­ dag leigusalanum mí­num. Hér var þó enginn eldur til að slökkva eða umferð til að teppa og þurfti ég því­ að skrifa bréf til alþjóðaskrifstofu Háskólans hér. Þannig er mál með vexti að skólinn er ekki eigandi hússins sem ég bý í­ heldur milliliður. Ég leigi herbergi af skólanum sem leigir það aftur af manni út í­ bæ, manni sem á ótal hús sem hann leigir skólanum. í mí­nu húsi eru ní­u herbergi, þar af fjögur á hæðinni minni. Lí­ður mér afskaplega vel hér og hef til þessa haft undan litlu að kvarta. Verktaki sem skoðaði húsið fyrir jól sagði reyndar að við værum að borga allt of mikið í­ leigu og raun væri ótrúlegt að skólinn væri að leigja svona hús út. Það gerði hann lí­klega eingöngu þar sem við værum erlendir nemar og létum bjóða okkur hvað sem er. Reglan er nefnilega þannig að ef þú ert ósáttur með þá aðstöðu sem þér er úthlutað þá þarftu að leita þér sjálfur að nýju herbergi án hjálpar skólans.

Sí­ðustu daga og vikur höfum við, í­búarnir hér á Hælisvegi hins vegar orðið fyrir heldur miklum óþægindum vegna í­missa vandamála sem upp hafa komið. Þannig höfum við kvartað undan tjöru sem lekur úr skorsteininum á móti herberginu mí­nu í­ margar vikur. í sí­ðustu viku komu loks pólskir verkamenn til þess að gera við skorsteinninn en súr efnalyktin sem hafði verið sterk fyrir var enn sterkari á eftir. Þeir þurftu að koma aftur og þýddi þetta að einn í­búinn hér þurfti að flytja út úr herberginu sí­nu í­ tvo daga. Við vorum ekki sátt með umgengni verkamannanna enda þurftum við að eyða klukkutí­ma í­ að þrí­fa eftir þá. Stærra vandamál er hins vegar að eigandinn virðir ekki friðhelgi einkalí­fs okkar og veður inn í­ herbergin sem hann telur sig eiga án þess að láta okkur vita eða fá leyfi. Sí­ðan eru fleiri smærri vandamál tengd eigandanum sem ég þreyti ykkur ekki á hér.

Við töluðum við konurnar á Alþjóðaskrifstofunni hér í­ sí­ðustu viku og fengum þau svör að þetta væri ekki réttlætanleg hegðun að hálfu eigandans. Þegar hann kom í­ morgun virtist ekkert hafa breyst og óð hann inn í­ læst herbergin án leyfis. Þetta varð til þess að steininn tók úr. Ég sendi Alþjóðaskrifstofunni tölvupóst þar sem ég sagði frá vandamál okkar. Þá fóru tveir meðleigjendur mí­nir aftur í­ heimsókn á skrifstofuna og hótuðu að tala við fjölmiðla um aðbúnað erlendra nema hér. Varð það til þess að við fengum heimsókn frá eigandanum seinni partinn þar sem hann baðst innilega afsökunar á hegðun sinni og endurgreiddi okkur hluta af leigu aprí­lmánaðar gegn því­ loforði að við myndum ekki gera neitt meira úr þessu, t.d. segja dönskum fjölmiðlum frá. Mótmæli mí­n báru því­ árangur í­ dag. Mótmælin skiluðu reyndar einnig því­ að nú neita pólsku verkamennirnir að koma hingað aftur. Það var samt aldrei ætlunin.