Að vera eða ekki vera sveitastjórnarmaður

Gí­sli Marteinn Baldursson stúdent og borgarfulltrúi með meiru fékk heldur betur skammir hér um árið er að hann skartaði BA prófi í­ stjórnmálafræði í­ Samtí­ðarmönnum sem hann hafði ekki. Nú titlar varformaður Frjálslynda flokksins sig sveitastjórnarmann í­ Skessuhorni án þess að vera það. Ég legg allavega þá merkingu í­ orðið sveitastjórnarmaður að það sé einstaklingur sem á sæti í­ sveitastjórn, ekki varamaður eða fulltrúi í­ nefnd. Er kannski til einhver skýring á orðinu sem ég veit ekki um?

Annars skil ég Magnús vel. Það hljómar ekki vel að titla sig varamann í­ sveitastjórn Akraness og varaformann Frjálslynda flokksins. Það er flottara að vera eitthvað annað og meira en bara til vara.