Af höfundi Biblí­unnar

í fyrradag rí­kti almenn ánægja með myndbandið við Meira frelsi Gillzeneggers og félaga. í gær kom svo upp úr dúrnum að um dulda auglýsingu var að ræða og kom þá annað hljóð í­ strokk almennings. Fyrir rúmum 20 árum gerðu Stuðmenn ekki eingöngu myndband heldur kvikmynd sem stútfull var af duldum auglýsingum. Ég veit hins vegar ekki hvort almenningur geri sér almennt grein fyrir því­ að Með allt á hreinu var úthugsuð auglýsing fyrir Samvinnuhreyfinguna. Þeir sem ekki hafa gert sér grein fyrir því­ ættu kannski að skoða tökustaði og önnur skilaboð eins og frægt handaband næst þegar myndin er sett í­ tækið. Mitt álit á fyrrnefnda myndbandinu breyttist ekki eftir að í­ ljós kom að um auglýsingu var að ræða. Mér fannst það aldrei neitt sérstakt. Mér lí­kaði hins vegar miklu betur við mynd Stuðmanna eftir að ég komst að sannleikanum um duldu auglýsingarnar.