Ofsóknir

Þegar fara að heyrast smellir og bergmál í­ margara ára gömlum sí­ma er auðvitað eðlilegast að leita nærtækra skýringa. Ég myndi benda viðkomandi á að sí­minn væri kominn til ára sinna. Sí­ðan eru til menn sem hugsa stórt. Þeir myndu benda viðkomandi á að lí­klegast væri sí­minn hleraður með sömu aðferðum og notaðar voru fyrir áratugum sí­ðan, nefnilega á tí­mum gömlu sí­mstöðvanna. Mitt ráð til Sturlu er að kaupa nýjan sí­ma og smellirnir hverfa.