Egils saga er frábær saga og hefur mörgum dreymt um að kvikmynda hana, þ.á.m. Quentin Tarantino. Ég hef trú á því að hann myndi sýna okkur söguna á annan hátt en við höfum ímyndað okkur hana hingað til. En Egils saga er mín uppáhalds saga og fagna ég því mjög að Ungverjar hafi nú ákveðið að framleiða mynd upp úr henni. Mér finnst það sem ég hef séð lofa góðu. Meira að segja sýnist mér þeir sem sjá um myndina reyna að notast við landslagið í Borgarfirði sem er stór plús. Reyndar átta ég mig ekki alveg á því hvort í myndinni sé töluð ungverska eða hvort Ungverjarnir séu að reyna að tala íslensku. Hvort sem er þá skil ég ekki það sem sagt er.