Svei sé Magnúsi

Lærdómur vikunnar er að ganga aldrei í­ Frjálslynda flokkinn. Þegar ganga þarf úr flokknum (sem virðist vera nokkuð algengt meðal þeirra sem komast í­ ábyrgðarstöður) gengur varaformaður flokksins og fylgisveinar hans um með sveðjuna á lofti og vega að þér og þí­num. Þeir sem hafa orðið fyrir barðinu á honum eru t.d. Ólafur F. Magnússon, Karen Jónsdóttir, Baldvin Nilsen, ísta Þorleifsdóttir og Margrét Sverrisdóttir svo einhver nöfn séu nefnd.

Það skal þó tekið fram áður en lengra er haldið að ég sem ég sem Borgnesingur hef alltaf átt erfitt með að botna almennilegaÂ í­ Skagamönnum. Enn verra fyrir mig er þó að skilja Skagamenn sem eru í­ Frjálslynda flokknum. Til dæmis átta ég mig ekki alveg á því­ hvort Magnús Þór geti nú titlað sig varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þó hann sé sjálfur ekki í­ flokknum. Ekki getur hann titlað sig varabæjarfulltrúa F-lista þar sem F-listinn á engan mann í­ bæjarstjórn.

En í­ tilefni af uppátækjum Magnúsar býð ég upp á smá sögukennslu. Þannig var að Morgen Glistrup naut töluverðrar hylli í­ Danmörku eftir að hafa sýnt fram á það í­ dönsku sjónvarpi að hann borgaði ekki tekjuskatt. í kjölfar þess stofnaði hann árið 1972 Fremskridtspartiet eða Framfaraflokkinn. Óhætt er að skilgreina flokkinn frekar langt til hægri á hinum pólití­ska ás. Glistrup vildi afnema tekjuskatt og lækka aðra skatta heilmikið en á móti draga úr útgjöldum rí­kisins. Ein af sparnaðarhugmyndum hans var að leggja niður herinn en kaupa í­ staðin sí­msvara með skilaboðunum „við gefumst upp“ á rússnesku.

Framfaraflokkurinn var um tí­ma annar stærsti flokkurinn á danska þinginu en komst aldrei í­ rí­kisstjórn þar sem aðrir flokkar neituðu að starfa með honum. Svo fór hins vegar að flokkurinn minnkaði og minnkaði þar til hann var orðinn ansi smár árið 1995. Það ár klofnaði flokkurinn eftir innri átök í­ nokkurn tí­ma, m.a. vegna þess að ýmsir flokksmenn sáu leið til þess að stækka flokkinn með því­ að gera út á innflytjendamálin. Klofningshópurinn stofnaði Danske Folkeparti með Piu Kjærsgaard í­ broddi fylkingar. Danske Folkeparti fékk í­ 13,8% í­ þingkosningunum sí­ðasta haust og hefur stækkað jafnt og þétt frá því­ flokkurinn bauð fyrst fram árið 1998. Jafnframt því­ að stækka verður flokkurinn umdeildari enda virðist honum sí­fellt takast að finna ný vandamál tengd innflytjendum.

Danski þjóðarflokkurinn á ýmislegt sameiginlegt með Frjálslynda flokknum í­slenska. Segja má að rót beggja flokka liggi í­ öðrum málaflokki en innflytjendamálum. Danski flokkurinn varð til upp úr flokki sem gerði út á efnahagsmál en sá í­slenski var stofnaður um kvótamál. Þá urðu átök á báðum ví­gstöðvum er ákveðið var að gera út á óttann við innflytjendur. Annar flokkurinn varð til en hinn flokkurinn hélt lí­fi sí­nu. Loks er það sameiginlegt báðum flokkum að þegar maður heldur að ekki sé hægt að ganga lengra í­ að höfða til lægstu kennda kjósenda þá tekst flokksmönnum að finna ný spil til að spila út. Andstaða varaformanns Frjálslynda flokksins gagnvart móttöku á palestí­nskum flóttamönnum er einmitt þannig mál. Svei þér Magnús Þór.