Brottfluttur árgangur

Þegar ég var yngri taldi ég árin þar til ég myndi fermast enda trúði ég því­ þá að það yrði einhver stærsti atburður lí­fsins. í minningunni er fermingin ekki stærri en svo að ég hef ekki talið árin frá því­ að ég fermdist. í raun hefði ekki vitað að ég ætti 10 ára fermingarafmæli í­ ár nema vegna þess að Halla minnti okkur bekkjarsystkinin á það. Á þessum 10 árum hefur margt breyst eins og gerist og gengur. Ég áttaði mig samt ekki á því­ fyrr en í­ gær að eftir í­ Borgarnesi eru aðeins búsett þrjú af bekkjarsystkinum mí­num. Tvö af þremur eru lí­klega að flytja þaðan í­ sumar. Af góðum árgangi Borgnesinga verður þá lí­klega aðeins einn búsettur þar í­ haust.