Hvalveiðar koma okkur íslendingum illa svona ímyndarlega séð. Næstu daga kemur erlenda pressan til með að birta fréttir um okkur sem fara illa í flesta þá sem þær lesa. Þessi vika hentar okkur sérlega illa. Svona gerir maður bara ekki í sömu viku og Eurovison. Það er alveg á hreinu að ef við töpum þá er það ríkisstjórninni að kenna. Alveg klárt mál eða þannig.
Svona fyrir utan tímasetninguna þá má líka setja út á þær forsendur sem liggja að baki ákvörðuninni, þ..e að tillit sé tekið til markaðsaðstæðna þegar kvóti er ákveðinn. Mér finnst ráðuneytið eiga að ákveða kvóta út frá stofnstærð til þess að stuðla að sjálfbærum veiðum. Það er síðan veiðimanna að ákveða hversu mörg dýr hentar að veiða út frá markaðsaðstæðum.