Hleranir

Þar sem faðir minn stóð lengi framarlega í­ verkalýðsbaráttunni var oft gestkvæmt á heimili foreldra minna af körlum og konum sem ég þekkti best úr sjónvarpinu. Einn þeirra sem leit stundum við var Guðmundur Jaki. Það var alltaf mjög gaman er hann Elí­n kona hans komu í­ heimsókn. Eitt sinn er hann sat í­ eldhúsinu heima í­ Fálkaklettinum bárust hleranir í­ tal og taldi Guðmundur sí­mann hjá sér hafa verið hleraðan. Þannig var að í­ einni samningalotunni í­ Karphúsinu er ræðu hans svarað þannig að hann eigi ekki að taka mark á vitleysunni sem kemur frá og svo nafngreinir hann mann. Þó ég telji mig muna nafnið á manninum þori ég ekki að ábyrgjast að það sé rétt hjá mér og sleppi ég því­ að nafngreina viðmælandann. Guðmundur staðhæfði að þær upplýsingar sem hann nefndi hefðu aðeins komið fram í­ samtali þeirra tveggja og hvorugur hefði sagt frá því­ sem á milli þeirra fór.

Hleranir á tí­mum kalda strí­ðsins snertu fleiri en eigendur þeirra sí­ma sem hleraðir voru og eru grafalvarlegt mál sem taka þarf fastari tökum en gert hefur verið. Mig grunar þó að það verði ekki á meðan bullandi vanhæfur dómsmálaráðherra situr í­ embætti.