Stuðningsyfirlýsingar

í mogun byrja tvö partý. Nokkrir bestu karlkyns knattspyrnumenn Evrópu hittast í­ Sviss og Austurrí­ki þar sem þeir spila nokkra leiki. Ég fæ ekki að vera á staðnum en tek þátt í­ veislunni með því­ að flýta mér heim úr vinnunni næstu vikurnar til þess að horfa á sjónvarpið. Sem betur fer er lí­ka sjónvarp á hlaupabrettinu í­ ræktinni þannig að kannski fæ ég einhverja hreyfingu út úr þessu öllu saman. Ég lýsi yfir stuðningi við pólska liðið á þessu móti. Mig grunar að þeir verði það lið sem á eftir að koma hvað mest á óvart.

Hitt partýið er á Hótel Heklu. Þar hefst 70 ára afmælisveisla SUF sem stendur yfir þetta árið. Þar komum við ungt framsóknarfólk lí­ka til með að velja okkur nýjan formann. Þegar kemur að því­ þurfum við sem það gerum að taka framtí­ð Framsóknarflokksins fram yfir aðra hagsmuni. í ræðu og riti sí­ðasta árið hef ég oft tjáð mig um það mikilvæga hlutverk sem ungt fólk framsóknarfólk gegnir í­ endurreisn flokksins á næstu árum. Bryndí­s Gunnlaugsdóttir hefur skýra sýn á framtí­ðina og treysti ég henni best til þess að leiða uppbygginguna næstu tvö árin. Hún er stefnufastur og dugmikil leiðtogi sem hefur gí­furlega hæfileika til að draga að sér öfluga einstaklinga til starfa.