Bloggkynjahlutföllin mí­n

í kjölfar umræðu um að karlkyns bloggarar virðast vera vinsælli í­ BloggGáttinni en kvenkyns ákvað ég að skoða hvernig málum væri háttað hjá mér. í ljós kemur að kynjahlutföllinn í­ BloggGáttinni minni hér til hliðar eru nánast jöfn eða 32 kvenkyns bloggarar á móti 30 karlkyns. Þegar ég skoða færslurnar sí­ðustu daga get ég ekki annað en komist að sömu niðurstöðu og Óli. Strákar virðast blogga oftar en stelpur og eru þar af leiðandi meira áberandi meðal notenda BloggGáttarinnar.

2 replies on “Bloggkynjahlutföllin mí­n”

Comments are closed.