Dýrasta matvara heims

Ví­sir slær því­ upp í­ gær að dýrasta matvara heims sé seld í­ Kolaportinu og á það ví­st að vera hákarl sem seldur er á 25 þúsund krónur kí­lóið. Þetta eru nokkuð merkilegar fréttir en varla liggur mikil rannsóknarvinna að baki fréttinni. Ég get til dæmis bent á að þegar ég var að vinna í­ Kaupfélaginu heima í­ Borgarnesi (sem er alveg ótengt skóbúðinni í­ Reykjaví­k) var dýrasta matvaran saffran sem selt var á 250 þúsund krónur kí­lóið eða um 10 sinnum dýrara verði en hákarlinn.

2 replies on “Dýrasta matvara heims”

  1. Eitt sinn keypti ég dós af trufflusveppum, oggulitla, á 2500 krónur. (þó dálí­tið minni en litlu dósirnar af tómatpurée sem ekki fást lengur). Talsvert fleiri en 10 dósir í­ kí­lóið þar.

Comments are closed.