Góður dráttur

Drátturinn í­ evrópukeppninni í­ morgun fór eins og ég óskaði mér. Það munaði minnstu að ég stykki upp úr stólnum í­ vinnunni og byrjaði að fagna þegar ég las af tölvuskjánum hvað gerst hafði í­ Nyon. Ég þurfti að hemja mig smá stund en þegar loksins gafst tilefni til fór ég dansandi inn á kaffistofuna færandi þær fréttir að Aston Villa kæmi til með að spila á Laugardalsvelli 14. ágúst nk. gegn FH. Nú skulum við bara vona að Barry verði með.