Transgender fólk

Ég vek athygli á þessu máli. Á íslandi eru hundruð einstaklinga skilgreindir sem transgender og hafa nokkrir tugir gengist undir aðgerð til þess að leiðrétta kyn sitt. Transgender fólk verður fyrir miklum fordómum í­ samfélaginu og eigum við öll að standa þétt við hlið þessa hóps í­ baráttunni gegn aðkasti, fordómum og fáfræði.

Alþingi þarf sem fyrst að samþykkja heilstæða löggjöf um réttindi hópsins lí­kt og þing nágrannalanda okkar hafa gert. í dag er t.d. furðulegt að einstaklingur sem leitar leiðréttingar á kyni sí­nu fær ekki að skipta um nafn fyrr en upphaflegir kynkirtlar hafa verið fjarlægðir og lí­kamlegu breytingaferli er lokið. Engu máli skiptir þó sami einstaklingur hafi lifað í­ því­ kyngervi sem hann telur vera sitt í­ nokkur ár eða áratugi.

One reply on “Transgender fólk”

  1. Svona til að hjálpa til við að eyða fordómum og vanþekkingu:

    Sjá allar fimm klippurnar.

    Transgenderhneigingin er siður en svo einhver hugdetta eða ákvörðun fólks, heldur eru mörg börn alveg viss um þetta frá því­ að þau byrja að geta talað.

    Já, við þurfum öll að standa með transgender-fólki í­ baráttu sinni. Þetta varðar tilfinningar fólks og velferð í­ lí­finu.

Comments are closed.