VG og salan á SPM

Ég hef áður tjáð mig um aðdáun mí­na á samvinnumanninum Guðsteini Einarssyni og hversu ánægður ég sé með það þegar hann skrifar í­ Skessuhornið. í morgun svaraði hann bloggi heilags Jóns Bjarnasonar, verndara lí­tilla banka og sparisjóða um Sparisjóð Mýrasýslu og er nokkuð hvass í­ skrifum sí­num. Hann má lí­ka vera það. Allir sem með fylgst hafa með málefnum SPM sí­ðustu daga gera sér grein fyrir því­ að staða hans er mjög slæm. Jón ætti hins vegar að skamma flokksfélaga sí­na í­ Vinstrihreyfingunni grænu framboði í­ Borgarbyggð og ganga til liðs við Framsóknarflokkinn í­ gagnrýni hans á meirihluta VG, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Ég hugsa að flokksfélagar Jóns ættu að geta frætt hann um málið enda í­ meirihluta í­ sveitastjórn.

í öllu söluferlinu sem hófst í­ júní­ má gagnrýna margt. Það er til dæmis sérstakt að enginn óháður aðili var fenginn til þess að meta stöðu sjóðsins og gera tillögur að framtí­ðarfyrirkomulagi. Kjörnir fulltrúar í­ sveitastjórn fengu aldrei nein gögn í­ hendurnar þannig að hægt væri að byggja ákvarðanatöku á faglegum staðreyndum. Það var einungis vegna þess að fulltrúi Framsóknarflokksins í­ minnihluta barði það í­ gegn að sveitastjórn var kynnt málið en upphaflega rí­kti þögn um það. Þessir fulltrúar hafa ekki getað leitað sér sérfræðiaðstoðar á eigin vegum vegna trúnaðar sem rí­kti um málið þar til honum var aflétt í­ gær. Skrifleg beiðni um fund með endurskoðanda Sparisjóðsins hefur verið lögð fram í­ byggðaráði en enn hefur enginn fundur verið boðaður og þá hefur fulltrúaráð sjóðsins ekki fundað vegna stöðu sjóðsins.