Gunnarsstaðabóndi í­ klemmu

Bændur eru ósáttir með það verð sem þeir fá frá afurðastöðunum og skil ég þá vel. Á meðan verð á afurðum hækkar ekki í­ takt við verð á aðföngum skerðast kjör þeirra. Það er örugglega óþægileg staða fyrir Jóhannes Sigfússon að gegna formennsku í­ Landssamtökum sauðfjárbænda og fara fram á að afurðastöðvar hækki verð til bænda að lágmarki um 27 prósent. Á sama tí­ma er Jóhannes stjórnarformaður Fjallalambs sem hækkar afurðaverðið til bænda um 18 prósent.

Annars fær Fanný hamingjuóskir dagsins. Hún er orðin forseti NCF sem eru samtök ungliðahreyfinga miðjuflokka á Norðurlöndunum fyrst í­slenskra kvenna. Hennar bí­ða mörg erfið verkefni næsta árið en hún hefur kraftinn og viljann sem þarf til þess að til þess að leysa þau farsællega. Ég var því­ miður ekki vitni af kosningunni í­ Osló um helgina þar sem ég var staddur í­ Skagafirði sem var ekki sí­ður gaman.