Krónan og námsmenn erlendis

Ég er ánægður með Birki Jón þessa dagana. Hann spyr menntamálaráðherra hvort rí­kið hyggist koma til móts við þá námsmenn erlendis sem orðið hafa fyrir barðinu á gengishruni í­slensku krónunnar. Ég fékk að kynnast því­ lí­tillega sí­ðasta vetur á eigin skinni hvernig krónan fer með námsmenn sem hafa tekjur í­ í­slenskum krónum en þurfa að lifa á dönskum. Þannig var danska krónan í­ rétt rúmum 12 krónum í­slenskum þegar ég fór út en fór upp í­ 16,5 á meðan ég var úti. í stað þess að borga rúmlega 35 þúsund krónur í­ leigu fyrir herbergið mitt á mánuði þurfti ég að borga 50 þúsund í­slenskar svo eitthvað sé nefnt.
<!– /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-parent:""; margin:0cm; margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:12.0pt; font-family:"Times New Roman"; mso-fareast-font-family:"Times New Roman";} @page Section1 {size:595.3pt 841.9pt; margin:70.85pt 70.85pt 70.85pt 70.85pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} –

í verstu stöðunni eru þeir staddir sem fá lánsloforð frá LíN að hausti og taka yfirdráttarlán í­ bankanum út á það. Loforðið er reiknað út í­ mynt námslands miðað við gengi í­ byrjun annar. Lánið frá LíN er hins vegar greitt út miðað við gengi gjaldmiðils eftir að önninni lýkur. Krónan hækkaði gagnvart öðrum gjaldmiðlum sí­ðasta vor og stórtöpuðu námsmenn erlendis á því­. SíNE hefur hvatt bankana til að bjóða upp á yfirdráttarlán á gjaldeyrisreikningum. Það er ekki vitlaus hugmynd enda er gengisáhættan þá úr sögunni, vextir eru lægri en á yfirdrætti í­ í­slenskum krónum og kostnaðurinn við sí­mgreiðslur eru minni.