Ráðherrann og kosningastjórinn

Kristján Möller mætti í­ drottningarviðtal í­ Kastljósinu í­ kvöld. Það hefur færst mjög í­ vöxt á undanförnum árum að stjórnmálamenn fari í­ slí­k viðtöl þar sem enginn pólití­skur andstæðingur er til staðar í­ settinu. íbyrgð spyrilsins er því­ meiri en ella og þarf hann að vera aðgangsharður og óvéfengjanlegur. Kastljósið tók því­ stórann séns í­ kvöld þegar fyrrverandi kosningastjóra Kristjáns var stillt upp sem spyrli á móti honum. Kosningastjórinn fyrrverandi stóð sig þrátt fyrir fyrri störf ágætlega og þjarmaði oft vel að ráðherranum sem komst ekki upp með neitt múður. Engu að sí­ður hefði ég sem ritstjóri þáttarins sett annan spyril í­ verkefnið  vegna þeirra augljósu tengsla sem eru á milli strákanna.

Við þetta má bæta að ef orðið drottningarviðtal er googlað kemur upp photoshoppuð mynd af Guðlaugi Þór sem birtist á heimasí­ðu þingflokksformanns VG. íhugi í–gmundar á að photoshoppa Gulla er því­ ekki nýtilkominn þar sem þessi mynd birtist í­ byrjun mars.