Kristján Möller mætti í drottningarviðtal í Kastljósinu í kvöld. Það hefur færst mjög í vöxt á undanförnum árum að stjórnmálamenn fari í slík viðtöl þar sem enginn pólitískur andstæðingur er til staðar í settinu. íbyrgð spyrilsins er því meiri en ella og þarf hann að vera aðgangsharður og óvéfengjanlegur. Kastljósið tók því stórann séns í kvöld þegar fyrrverandi kosningastjóra Kristjáns var stillt upp sem spyrli á móti honum. Kosningastjórinn fyrrverandi stóð sig þrátt fyrir fyrri störf ágætlega og þjarmaði oft vel að ráðherranum sem komst ekki upp með neitt múður. Engu að síður hefði ég sem ritstjóri þáttarins sett annan spyril í verkefnið vegna þeirra augljósu tengsla sem eru á milli strákanna.
Við þetta má bæta að ef orðið drottningarviðtal er googlað kemur upp photoshoppuð mynd af Guðlaugi Þór sem birtist á heimasíðu þingflokksformanns VG. íhugi í–gmundar á að photoshoppa Gulla er því ekki nýtilkominn þar sem þessi mynd birtist í byrjun mars.