Það eru anasans vandræði fyrir menntamálaráðherra að landsmenn séu búnir að gleyma kínverska silfrinu nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hrapar í fylgi. Nú væri ekki slæmt að fá mynd af sér með íþróttamanni ársins sem nýbúin er að vinna stórt afrek á forsíðu mest lesna dagblaðsins. Hvað er aftur númerið hjá Þorsteini Páls?
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: október 2008
Hvern vantar húsgögn?
Ég trúi ekki öðru en að einhverjir lesendur mínir hafi áhuga á vel með förnum húsgögnum. Þannig er mál með vexti að ég er með húsgögn sem einhver fást á vægu verði en önnur gegn því að þau verði sótt. Þetta eru nokkur borð, stólar, rúm, skápur, kistur, lampar, sjónvarp o.fl. . Þeir sem hafa áhuga mega endilega hafa samband og fá frekari upplýsingar.
Frjálslyndir á slóðum Framsóknar
Nú berast þær fréttir að Frjálslyndir vilji breytingar á lögum um Seðlabanka íslands í þá veru að bankastjórar bankans verði ráðnir faglega. Þetta er samhljóða frumvarpi sem þingflokkur Framsóknarflokksins undir forystu Höskuldar Þórhallssonar lagði fram við setningu þings í haust. Nú liggja því fyrir þinginu tvö frumvörp um breytingar á Seðlabankanum frá sitthvorum þingflokknum. Mig minnir einnig að þingmenn Samfylkingarinnar hafi einnig lagt fram svipað frumvarp fyrir einhverjum árum síðan.
Mjög líklegt er að meirihluti þingmanna sé hlynntur breytingum í þessa veru. Andstaðan ef einhver er gæti komið frá Sjálfstæðisflokknum. Það er því nú undir þingmönnum Samfylkingarinnar komið að sýna í verki að þeir meini eitthvað með þeim orðum sínum að breytinga á stjórnkerfi Seðlabankans sé þörf. Þora þeir að afgreiða annað frumvarpið í óþökk samstarfsflokksins?
Kallaður til yfirheyrslu
Ég var klukkaður þar sem ég blogga víst ekki nógu oft. Til þess að forða því að fleiri fari að reka á eftir því að ég bloggi eru hér svör við nokkrum svæsnum spurningum. Vonandi verðið þið einhvers vísari um mig eftir lesturinn.
1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
– Yfirmaður í mjólkurkæli (og strangt til tekið var ég yfir ostaborðinu líka)
– Bæjari í banka
– Módel (síðan eru liðin mörg ár)
– Sölumaður á handverkssýningu
2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
– Sódóma Reykjavík
– Nói albínói
– Dalalíf
– Englar alheimsins
3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
– Borgarnes (Bjarg, Fálkaklettur, Kveldúlfsgata)
– Reykjavík (Gnoðarvogur)
– Mosfellsbær (Hulduhlíð)
– írósar (Hælisvegur)
4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
– Hef skoðað nánast hvern einasta fermetra hér á landi
– Gotland
– Vín
– Kúba
5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
– QI (skora í leiðinni á íslenskar sjónvarpsstöðvar að sýna þessa þætti)
– Næturvaktin / Dagvaktin
– House
– Little Britain
6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
– suf.is
– blogg.gattin.net
– fotbolti.net
– mosfellsfrettir.is
7. Fernt sem ég held upp á matarkyns:
– Hjartapottréttur (einfaldur, ódýr og góður)
– Folaldakjöt
– Enskar skonsur (uppgötvaði þær Danmörku og komst að því að þær eru hættulega ávanabindandi)
– Slátur
8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:
– Egils saga
– Góðir íslendingar
– Eddukvæði
– Bækurnar um múmínálfana
9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
– írósar
– Visby
– Bjarg
– Einhverstaðar sem ég hef ekki verið áður
10. Fjórir bloggarar sem ég klukka:
– Óli Gneisti Sóleyjarson
– Rósa Margrét Húnadóttir
– Zunderman
– Hlini Melsteð Jóngeirsson
Reykjavík-Rotterdam
Loksins fengum við íslenska kvikmynd sem spinnur vel saman spennu, hraða og húmor. í öllu krepputalinu hefur Reykjavík-Rotterdam fengið allt of litla umfjöllun. Myndin er vel skrifuð, útlitið er flott og leikararnir tala eins og eðlilegt fólk. Ég er sáttur við nánast allt sem viðkemur myndinni nema þá kannski miðaverðið. 1300 krónur fyrir eitt stykki bíómiða er bara of mikið.
Búlúlala
Þessa dagana er í tísku að vitna í Stein Steinarr í tilefni af því að hann hefði orðið 100 ára í dag hefði hann lifað. Þó svo Steinn hafi verið umdeildur þá var hann eitt besta ljóðskáld sem ísland hefur alið. Það er það nánast ógerningur að velja eitt uppáhaldsljóð úr hópi útgefinna ljóða Steins. Nokkrar línur úr ljóðinu Miðvikudagur eiga kannski ágætlega við núna þar sem Steinn yrkir um mennina sem tapa og græða á víxl. Hallgrímskirkja (líkan) er skemmtilegt kvæði og Barn er afskaplega fallegt. Þá eru ótalin kvæði eins og Passíusálmur nr. 51, Að frelsa heiminn, Að sigra heiminn og Það vex eitt blóm fyrir vestan svo einhver séu nefnd. Eins og ég segi þá er það nánast ógerningur að velja uppáhaldskvæði eftir Stein en eitt kvæði þykir mér vænna um en önnur þar sem það fékk mig til að lesa ljóðasafnið hans. í kvæðinu Búlúlala deilir hann á Haile Selassie, f.v. keisara og einræðisherrea Eþíópíu.
Abbensínukeisari heitir Negus Negusi,
og Negus Negusi segir: Búlúlaa.
í–llum mönnum, sem íhuga málstað ríkisins,
finnst unun að heyra Negus Negusi tala.Og í hreinskilni sagt eru allir óvinir ríkisins,
sem ekki hlusta á Negus Negusi tala
Ég er Negus Negusi, segir Negus Negusi,
ég er Negus Negusi. Búlúlala.
Við viljum aðgerðir strax!
Ræða Geirs H. Haarde í kvöld var nauða ómerkilegur pappír og ótrúlegt að maðurinn skuli láta slíkt frá sér fara á meðan þjóðin er að bugast undan efnahagsástandinu. Ekki er fjárlagafrumvarpið sem fjármálaráðherra lagði fram í vikunni skárra. Það er draumkennt. Stjórn SUF sendi annars frá sér ályktun um stöðu efnahagsmála fyrir nokkrum mínútum síðan sem er svo hljóðandi:
Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna átelur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fyrir að taka ekki strax á fyrirsjáanlegum þrengingum í efnahagslífi þjóðarinnar þegar ljóst var í hvað stefndi fyrir rúmu ári síðan. Á þeim tíma sem liðinn er síðan flokkarnir tóku við stjórn landsmála hafa talsmenn þeirra hvað eftir annað skellt skollaeyrum við varnaðarorðum framsóknarmanna og annarra í samfélaginu sem bent hafa á fjölmörg hagstjórnarmistök sem gerð hafa verið á stuttum tíma.
Komin er upp alvarleg staða í efnahagslífi þjóðarinnar og tímabært að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar viðurkenni þann vanda sem við er að etja. Verði ekki strax ráðist í samhentar aðgerðir mun stærri skaði hljótast af. Aðgerðaleysisstefna ríkisstjórnarflokkanna hefur nú þegar stórskaðað trúverðugleika íslensks efnahagslífs. Nauðsynlegt er að ráðast strax í samhentar aðgerðir ríkisstjórnarinnar, Alþingis, sveitastjórna, Seðlabanka, samtaka atvinnurekenda, launþega og fjármálafyrirtækja með það að markmiði að snúa við þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp.
Ungir framsóknarmenn vilja greiða fyrir erlendri fjárfestingu í landinu til þess að koma hjólum efnahagslífsins aftur af stað, m.a. með uppbyggingu stóriðju s.s. á Bakka, í Straumsvík og Helguvík. í uppbyggingu hátækniþjónustu, t.d. gagnaverum felast auk þess mörg sóknartækifæri. Þá þarf að auka gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar verulega til þess að styðja við fjármálakerfi landsmanna og auka trúverðugleika íslensks efnahagslífs. Loks þarf Seðlabankinn að hefja vaxtalækkunarferli enda ljóst að heimili og atvinnulíf í landinu geta ekki staðið undir núverandi vaxtabyrði.
Sólin bak við skýin
Einhver kynni að segja að eftir viku einhverra mestu hamfara í íslensku viðskiptalífi sem sögur fara af væri galið að opna nýja verslunarmiðstöð. Þeir ofurhugar sem ætla sér að opna Korputorg á laugardaginn blása á allar þannig bölspár. Svona menn eiga eiginlega skilið einhver verðlaun fyrir bjartsýnina.