Loksins fengum við íslenska kvikmynd sem spinnur vel saman spennu, hraða og húmor. í öllu krepputalinu hefur Reykjavík-Rotterdam fengið allt of litla umfjöllun. Myndin er vel skrifuð, útlitið er flott og leikararnir tala eins og eðlilegt fólk. Ég er sáttur við nánast allt sem viðkemur myndinni nema þá kannski miðaverðið. 1300 krónur fyrir eitt stykki bíómiða er bara of mikið.