Loðin völva knýr dyra

Nú er runninn upp sá tí­mi ársins þegar vart er þverfóta fyrir völvum á götum úti. Ég er ekki búinn að taka saman hvernig rættist úr spá völvu Vikunnar á sí­ðasta ári en ætla að gera það við fyrsta tækifæri eins og ég hef gert undanfarin ár. Hins vegar er ég búinn að sjá völvu Vikunnar í­ ár og kemur þar margt skemmtilega fyrir sjónir. Ég er t.d. spenntur að sjá hvort spáin hennar um veðrið gangi upp: „Það verður þó stundum mjög kalt og leiðinlegt veður en svo koma góðir kaflar“.

Hún veltir einnig fyrir sér formannskjöri í­ Framsóknarflokknum og segir: „Ég sé tví­sýna baráttu milli tveggja ungra manna um formannsembættið. Sá sem sigrar tengist presti eða prestsyni, sýnist mér“. Rétt er að taka fram að tveir ungir menn hafa boðið sig fram til þess að gegna formennsku í­ flokknum, annar er prestssonur en hinn guðfræðingur. Báðir geta þeir átt við lýsingu völvunnar. Ég gæti svo sem birt spána í­ heild sinni með athugasemdum en ætla ekki að gera ykkur það. Ég vitna samt eina setningu í­ viðbót sem snýr að náttúrunni og hljóðar svo: „Eldgosin láta kannski á sér standa þótt þeim sé spáð“.

3 replies on “Loðin völva knýr dyra”

  1. Ja, svo segir hún að Chelsea sigri í­ Enska boltanum 2009, sagði rétt til um Manchester United 2008, hún sagði að Obama myndi sigra Hillary í­ þeirra baráttu og sí­ðan sjálfar forsetakosningarnar og sitthvað fleira kom fram. Það er alltaf eitthvað loðið inn á milli, enda bara samkvæmisleikur sem ekki ber að taka allt of alvarlega. 🙂

  2. Svo ég sé nú sanngjarn þá er ég mjög hrifinn af þessum samkvæmisleik. Ég kaupi völvublaðið á hverju ári og les það upp til agna. Hins vegar tók ég upp á því­ fyrir nokkrum árum að punkta hjá mér það sem ekki rættist meira í­ grí­ni en alvöru vegna þess að Vikan gerði akkúrat öfugt. Mér fannst ákveðnar setningar óvenju loðnar í­ ár enda kannski erfitt að sjá hvert við stefnum. Ég verð ví­st að bí­ða í­ eitt ár enn eftir að hún spái Aston Villa enska meistaratitlinum og nokkur ár í­ viðbót að hún spái Skallagrí­m titli 🙂

  3. Vona innilega fyrir þí­na hönd að Aston Villa verði tvöfaldur meistari 2010 og Skallagrí­mur vinni alla titla alltaf. Mæli svo um og legg á! Hehehhe

Comments are closed.