íri sí­ðar

Ég var hvort tveggja í­ senn kví­ðinn og spenntur þegar ég steig upp í­ flugvél á Keflaví­kurflugvelli á Nýjársdag fyrir nákvæmlega ári sí­ðan. Leiðinni var heitið til Kaupmannahafnar en þaðan átti ég bókað far með lest til írósa daginn eftir. í írósum hafði ég ákveðið að eyða minni annarri önn í­ meistaranámi mí­nu í­ þjóðfræði við Háskóla íslands. Ég hafði gengist undir þau skilyrði þegar ég fékk inngöngu í­ þjóðfræðina að dvelja minnst eina önn erlendis með glöðu geði. Ég tók eitt námskeið við Háskólann í­ írósum sumarið 2007 og kannaðist því­ aðeins við mig þegar ég steig út úr lestinni í­ miðborginni.

Hinir innfæddu segja írósa vera elstu stóru borg Skandí­naví­u enda hafa fornleifar frá seinni hluta 7. aldar fundist í­ borginni. Borgin byggist þá upp sem verslunarbær í­ kring um ánna sem ber hið skemmtilega nafn írósaá. Staðsetningin hefur lí­klega hentað vel fyrir verslun á sí­num tí­ma þar sem borgin stendur á Jótlandi sem ólí­kt Kaupmannahöfn tilheyrir meginlandi Evrópu. Þar komu því­ saman kaupmenn frá meginlandi Evrópu, Baltnesku löndunum, eyjum Danmerkur og ví­ðar. í dag koma þar saman alþjóðlegir straumar hugvits.

Skólayfirvöld í­ írósum hafa unnið markvisst að því­ á sí­ðustu árum að byggja skólann upp sem alþjóðlegan háskóla. Borgaryfirvöld hafa stutt við þessa stefnu skólans og sjá ýmsa kosti í­ því­ að verða alþjóðleg menntaborg. Háskólinn í­ írósum er annar stærsti háskóli Danmerkur með tæplega 35.000 nemendur og um 6.200 starfsmenn. íbúar borgarinnar og nágrennis eru um 300.000. Það er því­ stór hluti í­búanna tengdur skólanum á einhvern hátt.

Strax þegar ég steig út úr lestinni varð ég var við þessa áherslu skólayfirvalda að gera vel við erlenda nemendur. Á lestarstöðinni tók á móti mér stelpa úr sömu deild og ég var skráður í­ sem hafði fengið það hlutverk að vera leiðbeinandi minn ef ég þyrfti á því­ að halda. Allir skiptinemar við skólann fá sinn leiðbeinanda sem þeir geta leitað til hvenær sem er og spurt um nánast hvað sem er. Þeir eru ekki sí­st andlegur stuðningur og fylgjast vel með lærlingum sí­num. Leiðbeinandinn minn þekktir það sjálf hvernig það er að vera skiptinemi þar sem hún er frá Póllandi en var búin að búa í­ írósum í­ tvö og hálft ár.

Ég komst fljótlega að því­ að ég var einstaklega heppinn með meðleigjendur. Það má einnig segja að ég hafi verið heppinn með húsnæði þó svo ýmislegt hafi verið hægt að setja út á það. Við áttum þannig eftir að eiga í­ smávægilegum útistöðum við leigusalann seinna meir en samanborið við aðra skiptinema þá myndi ég segja að ég hafi verið heppinn. Húsið var í­ Risskov fyrir þá sem þekkja til írósa. Þeir sem leigja í­ gegn um Háskólann eins og ég gerði eiga það á hættu að fá úthlutað húsnæði í­ hverfum sem lélegt orð fer af.

Ég hafði því­ einn mánuð til þess að koma mér fyrir áður en skólinn byrjaði að fullri alvöru. Þann tí­ma hafði ég ákveðið að nýta til þess að komast betur inn í­ dönskuna. Háskólinn býður öllum skiptinemum upp á þriggja vikna námskeið sem kallast „Denmark Today“ í­ ágúst og janúar ár hvert. Er það ekki sí­st ætlað til þess að kynna nemunum tungumálið og danska menningu. Þegar 200 skiptinemar koma saman gefur það auga leið að ekki eru allir jafn færir í­ dönskunni. Hópnum var því­ á fyrsta degi getuskipt en það varð svo að þeir sem lentu á mí­nu stigi urðu jafnframt mí­nir bestu vinir þó við legðum stund á ólí­kar námsgreinar. Eins og svo oft gerist með skiptinema ví­ðast hvar að mér skilst halda þeir þétt hópinn. Þannig var það einnig í­ írósum.

Þegar vorönnin hófst formlega þann 1. febrúar komst ég loksins í­ tí­ma í­ mí­nu fagi sem var „nordisk mytologi“ eða norræn goðafræði. ístæðan fyrir því­ að ég valdi írósa á sí­num tí­ma var fyrst og fremst sú að í­ þessari deild var boðið upp á námskeið þar sem m.a. var fjallað um norræna trú á seinni öldum. Það féll vel að MA ritgerðinni minni og mun betur en handritalestur í­ Osló svo dæmi sé tekið um aðra staði sem stóðu mér til boða. Ég kunni vel við þann hóp samnemenda minna sem ég kynntist úti. Rétt eins og í­ þjóðfræðinni hér á landi er þetta fámennur hópur en afskaplega samheldinn. Ef hægt er að setja út á eitthvað þá fannst mér skólinn stundum mega gera meiri kröfur til nemendanna.

Ég hreifst mjög af írósum þegar ég fór þangað í­ fyrsta skipti. Ég varð enn hrifnari þegar ég kynntist borginni betur. Það var samt ekki sí­st félagsskapurinn sem gerði það að verkum að mér leið svo vel. Þannig gæti verið skrýtið næst þegar ég fer þangað að vera í­ öðrum félagsskap.Þegar ég lí­t til baka ári seinna sé ég betur hversu gefandi, félagslega þroskandi og skemmtilegur þessir mánuðir voru. Ég mæli svo sannarlega með því­ við hvern sem er að fara í­ skiptinám og kynnast fleiri menningarheimum, jafnvel þó ekki sé farið lengra en til Danmerkur.