Stjórnlagaþing

Jón Kristjánsson, formaður stjórnarskrárnefndar skrifar í­ Fréttablaðið í­ gær stórgóða grein þar sem hann leggur til að kosið verði stjórnlagaþing til þess að semja nýja stjórnarskrá. Þannig væri valdið tekið frá stjórnmálaflokkununum sem ekki virðast geta komið sér saman um nauðsynlegar breytingar. Ég er mjög hrifinn af þessari tillögu Jóns og vonast til þess að hún fái brautargengi á flokksþinginu um komandi helgi. Mér heyrist á fyrstu viðbrögðum félaga minna að þeir taki nokkuð vel í­ þessar hugmyndir sbr. Hallur Magg, Gí­sli Tryggva og Helga Sigrún. Ég leyfi mér sí­ðan á grein eftir sjálfan mig að lokum um sama efni.