Eiríkur Guðmundsson er með betri pistlahöfundum landsins. í vikunni flutti hann pistil á Rás 1 sem hann kallaði í–ldungaráðið og fjallaði þar um nýleg afskipti Davíðs Oddssonar, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar af íslenskum stjórnmálum. Mér finnst hann hitta naglann það skemmtilega á höfuðið að hann verðskuldi að vakin sé athygli á pistlinum …
Monthly Archives: febrúar 2009
Fréttablaðið auglýsir vísindaferðir
Það er mikið ánægjuefni að Fréttablaðið hefur nú tekið upp á því að auglýsa vísindaferðir fyrir háskólanema. Ég býst fastlega við því að þessum umfjöllunum eigi eftir að fjölga hratt enda eru ófáar vísindaferðirnar farnar um hverja helgi. Það hefði t.d. verið skemmtilegt ef Fréttablaðið hefði verið byrjað á þessu þegar þjóðfræðinemar fóru í Heimilisiðnaðarfélagið …
Stjórn LíN sparkað þegar skipunartíminn var runninn út
Ég hef miklar mætur á Katrínu Jakobsdóttur og eru fáir þingmenn sem eiga betur heima í menntamálaráðuneytinu en einmitt hún. Það er t.d. gleðiefni að hún leyfi Gunnari I. Birgissyni ekki að halda áfram sem formanni stjórnar LíN. Þar hefur hann setið frá því á síðustu öld og ætti fyrir löngu að vera farinn frá. …
Continue reading „Stjórn LíN sparkað þegar skipunartíminn var runninn út“
Til hjálpar skuldurum
Þingflokkur framsóknarmanna lagði fram frumvarp til laga um greiðsluaðlögun fyrir viku síðan. Sjálfstæðismenn ætla að leggja fram svipað frumvarp þegar þing kemur saman sem og ríkisstjórnarflokkarnir. Málið ætti því að fljúga í gegn um þingið og vera orðið að lögum fljótlega. Það er hið besta mál þar sem lögunum er ætlað að hjálpa einstaklingum sem …