Til hjálpar skuldurum

Þingflokkur framsóknarmanna lagði fram frumvarp til laga um greiðsluaðlögun fyrir viku sí­ðan. Sjálfstæðismenn ætla að leggja fram svipað frumvarp þegar þing kemur saman sem og rí­kisstjórnarflokkarnir. Málið ætti því­ að fljúga í­ gegn um þingið og vera orðið að lögum fljótlega. Það er hið besta mál þar sem lögunum er ætlað að hjálpa einstaklingum sem eiga í­ alvarlegum greiðsluerfiðleikum og það fjölgar í­ þeim hóp á hverjum degi. Þess má geta að ísland er í­ dag eina norræna rí­kið sem ekki hefur slí­k lög.