Stjórn LíN sparkað þegar skipunartí­minn var runninn út

Ég hef miklar mætur á Katrí­nu Jakobsdóttur og eru fáir þingmenn sem eiga betur heima í­ menntamálaráðuneytinu en einmitt hún. Það er t.d. gleðiefni að hún leyfi Gunnari I. Birgissyni ekki að halda áfram sem formanni stjórnar LíN. Þar hefur hann setið frá því­ á sí­ðustu öld og ætti fyrir löngu að vera farinn frá. Það er hins vegar ofsögum sagt að Katrí­n hafi rekið Gunnar eða vikið honum frá. Skipunartí­mi fulltrúa menntamála- og fjármálaráðherra í­ stjórn LíN er takmarkaður við embættistí­ma ráðherra. Þannig var skipunartí­mi stjórnarinnar runninn út og það þurfti því­ að skipa í­ stjórn sjóðsins upp á nýtt. Það er eðlilegt er að ráðherrann skipi það fólk sem hún treystir best í­ stjórnina og Gunnar var klárlega ekki í­ þeim hópi. Það hljómar hins vegar mikið betur í­ eyrum þeirra sem vilja ráðast í­ hreingerningu í­ stjórnkerfinu að Gunnari hafi einfaldlega verið sparkað og því­ er kannski eðlilegt að reynt sé að matreiða fréttina þannig.