Það hefur verið áhugavert að fylgjast með Alþingi í dag enda tvö stór mál á dagskrá. Dagurinn hefur að mestu farið í umræður um mögulega umsókn að Evrópusambandinu. Ég er hlynntur megin tilgangi tillögunnar, þ.e. að sækja um aðild að Evrópusambandinu. ímislegt vantar þó inn í tillögu ríkisstjórnarinnar til þess að ég gæti stutt hana …
Monthly Archives: maí 2009
Stóra herbergismálið
Hafið þið tekið eftir því að það er ekki þingfundur í dag? Hafið þið tekið eftir því hvaða mál ríkisstjórnin lagði mesta áherslu fyrsta „alvöru“ starfsdag þingsins? Líklega ekki þar sem spunavélar ríkisstjórnarflokkanna hafa lagt á það mesta áherslu að ræða um grænt herbergi á fyrstu hæð þinghússins, líklega til þess að bægja athyglinni frá …
Lög stjórnmálaflokka
Blessunarlega sendu stjórnmálaflokkarnir ekki frá sér neinar „opinberar“ tónsmíðar fyrir kosningarnar í ár. Þetta segi ég þó svo ég beri mikla virðingu fyrir þeim sem leggja það á sig að semja stuðningsmannalög. Það er bara svo miklu skemmtilegra þegar þetta er sjálfsprottið. Þannig sýnist mér sem eldheitir stuðningsmenn VG og Framsóknar hafi samið lög í …
Hefur fengið nóg af Bretum
Fyrir nokkrum árum þegar vinsælt var meðal íslenskra krata að kenna sig við Blairisma státaði í–ssur Skarphéðinsson sig af því að vera skráður í breska Verkamannaflokkinn, flokk Gordon Brown. Maður spyr sig hvort yfirlýsing í–ssurar í dag um að hann sé búinn að fá nóg af Bretum og megn óánægja með framgöngu þarlendra stjórnvalda þýði …