Því miður virðist gæta þess misskilnings innan meirihluta Stúdentaráðs að Röskva og Stúdentaráð sé einn og sami hluturinn. Svo er ekki.
Því miður virðist gæta þess misskilnings meðal margra stúdenta að Röskva og ungliðahreyfing Samfylkiningarinnar sé einn og sami hluturinn. Svo er víst ekki. Tengslin eru hins vegar orðin það sterk að erfitt getur verið að greina þar á milli. Það er miður enda er trúverðugleiki Stúdentaráðs í húfi. Skeri Röskva ekki á þessi tengsl verður lítið mark takandi á orðum talsmanna Stúdentaráðs fyrir komandi kosningar. Það er það versta sem getur gerst enda er Stúdentaráð Háskóla íslands með fjölmennari hagsmunasamtökum landsins og stúdentar þurfa virkilega á því að halda að rödd þeirra heyrist.