Ertu í próflestri eða bara í leit að einhverju skemmtilegu? Þá er mæli ég með því að þú heimsækir þessa síðu sem oftast næstu daga. Fallega kindin hér til hliðar flytur ykkur einnig á þessa nýju skemmtilegu síðu.
Hingað til hafa stjórnmálaflokkar látið sér nægja að tala um að hækka fjárframlög til Háskóla íslands enda þarf þess. Björgvin G. Sigurðsson, einn helsti talsmaður skólagjalda innan Samfylkingarinnar gekk hins vegar skrefinu lengra á RíšV í kvöld og talaði um að það þyrfti að margfalda framlög ríkisins til skólans. Mig minnir að skólinn fái í ár c.a. 5 milljarða frá ríkinu og verð þá vonandi leiðréttur ef ég fer með rangt mál. Mér finnst hins vegar skipta mjög miklu máli hversu oft Samfylkingin ætlar að margfalda núverandi fjárframlög. Er verið að tala um að tvöfalda, þrefalda, fjórfalda eða fimmfalda? Fimm milljarðar er mjög nefnilega mjög há upphæð fyrir ríkissjóð, hvað þá ef milljarðarnir verða tuttuguogfimm.