Óvinur Eggerts #1

Er Snorri Sturluson samkvæmt þeim athugasemdum sem ég fékk frá leiðbeinanda mí­num eftir að hann lauk við lestur uppkasts að BA ritgerðinni minni. Ég hef ekkert á móti Snorra. Ég er hins vegar á móti því­ að túlka það sem hann skrifaði sem algildan sannleik um norræna trú eins og margir íslendingar gera. Skrif hans gefa til kynna heimsmynd 13. aldar manns en segja okkur ekki hvernig trúin var ástunduð í­ raun og veru. Einhver heiðin minni kunna þó að leynast í­ skrifum hans án þess að við vitum það með fullri vissu. Eftir vinnu helgarinnar er vonandi ekki jafn augljóst „Snorra-hatur“ í­ ritgerðinni. Ég fæ bara útrás fyrir það á blogginu í­ staðin.

3 replies on “Óvinur Eggerts #1”

  1. Ég hélt að Eygló væri óvinur þinn númer 1 eftir öll kommentin hérna á blogginu þí­nu.

    btw. ég varð innistæðulaus í­ gær þegar ég var að spjalla við þig.

  2. Annars hefur mér alltaf fundist merkilegt hvað Snorri virðist hafa haft góðar heimildir um norræna siðinn, miðað við hvað hann skrifar löngu eftir kristnitöku ef við trúum því­ sem heimildir segja að heiðnin hafi lagst fljótt af og landið orðið alkristið á innan við öld (það var reyndar prestur sem skrifaði það). Þess vegna hefur mig alltaf grunað að heiðnin hafi lifað lengur baksviðs (sem sjá má merki um í­ þjóðsögum) og Snorri hafi verið að skrifa það sem e.t.v. var alkunna á hans dögum. Nema hann hafi náttúrulega bara skáldað þetta allt saman.

  3. Kannski full sein að kommenta á þetta en ég er alveg sammála þér í­ þessum málum.
    Merkilegt hvað ákveðna menn má ekki véfengja.
    T.d má nefna þegar skrifuð var ein grein um Jón írnason sem ekki var endalaust lof.. það féll ekki vel í­ lýðinn (amk ekki þjóðfræðingana)

Comments are closed.