Einföldustu hlutir

Stí­ga á kúplinguna og bremsuna um leið og starta. Flókið mál. Ég sest venjulega upp í­ bí­l, stí­g á bremsuna og starta. Ég á nefnilega sjálfskiptan eðalvagn og keyri að öllu jöfnu ekki beinskipta bí­la. Eftir að hafa keyrt eða réttara sagt reynt að keyra slí­kan grip í­ dag er ég ákveðinn í­ að halda mig frá svoleiðis dóti framvegis. Ég veit ekki hvort heyrðist hærra í­ andskotans bí­lnum þegar ég reyndi að starta honum eins og hann væri sjálfskiptur á miðri Hverfisgötunni eða farþeganum sem hló af öllu saman. Ég mun aldrei kaupa mér beinskiptan bí­l.

One reply on “Einföldustu hlutir”

Comments are closed.