Ég vissi að ég hefði gleymt einhverju í gær.
Sko… Paronoja stjórnvalda tekur á sig ýmsar myndir. Verst er hún kannski og mest áberandi á síðustu árum í öryggiseftirliti á flugvöllum. Ég var stoppaður í öryggishliðinu á Kastrup á mánudagskvöldið með hættulega vökva í handfarangri, þ.e. sólarvörn og rollon. Sólarvörnin var tekin af mér en rollonið var sett í plastpoka. í–ryggisvörðurinn benti mér á að næst yrði rollonið tekið af mér. Ég hugsa samt að ég gæti fundið fleiri leiðir til að nota rollonið ef ég væri flugræningi. Ég hugsa líka að ef ég væri flugræningi gæti ég opnað plastpokann. Hvernig ætli þeir hefðu annars pakkað hnífnum í Georg Jensen búðinni ef ég hefði keypt mér svoleiðis áður en ég fór í flugið?