Þjóðsagan segir að blái liturinn komi frá Rangers og sá vínrauði frá Hearts. Skosku áhrifanna gætir líklega vegna skotanna sem voru í áberandi í félagsstarfinu á seinni hluta 19. aldar. írið 1886 varð Aston Villa fyrsta liðið í Englandi til að eigna sér þessa liti sem West Ham, Burnley og fleiri klúbbar tóku seinna upp. Litirnir verða áfram í nýjum Nike búning sem er mun skárri en Hummel búningar síðustu ára.
Derby, Middlesbrough og Aston Villa ákváðu í vor að skipta út merkjunum sínum. Breytingin er líklega mest hjá Villa, rendurnar eru farnar en eftir stendur gult ljónið á bláum grunni. Nafnið er horfið úr merkinu. í staðin er skamstöfunin AVFC. FC á að undirstrika að félagið er fyrst og fremst knattspyrnufélag. Stjarnan á að tákna glæsta fortíð, ekki síst Evrópubikarinn 1982. Merkið er líkara því sem það var 1957 þegar félagið varð enskur bikarmeistari. Ég er nokkuð sáttur með breytingununa þó ég hefði viljað hafa „Aston Villa“ í staðin fyrir „AVFC“.
Sum félög virðast skipta oftar um merki en önnur. Hér að neðan eru nokkur af síðustu merkjum Villa. Lengst til vinstri er merkið frá 1982 þegar liðið varð Evrópumeistari meistaraliða. Hægra megin við það er merkið sem var í notkun til ársins 2000. írið 2000 var tekið upp þriðja merkið sem var í notkun þangað til í maí á þessu ári. Nýja merkið er lengst til hægri. En merkið skiptir svo sem ekki öllu máli. Mestu máli skiptir að liðinu gangi vel.