í bí­ó með hjörðinni

Hjarðdýrin hópast nú á Simpsons myndina enda búin að fá nóg af Lúkasi. Ef ég hefði gert meira úr Simpsons verkefninu mí­nu í­ Þjóðfræði barna og unglinga hefði ég getað birt það opinberlega á meðan æðið gengur yfir og sinnt þannig hjörðinni. Ég get samt flokkast sem hjarðdýr eftir öðrum leiðum. Ég fór nefnilega á myndina í­ gær. Það var reyndar ekki vegna þess að ég varð að sjá hana á undan öllum öðrum heldur vegna þess að mér var boðið á hana. Kannski vegna þess að ég er ekki maní­skur aðdáandi leið mér eins og hálfvita fyrir utan bí­ósalinn enda var ég ekki með Simspons grí­mu, Simpsons húfu eða í­ Simpsons bol. Ég á ekki einu sinni Simpsons sokka. Áleiðinni út leið mér enn verr þegar ég áttaði mig á því­ að ég var örugglega einn af fáum í­ salnum sem fannst myndin ekki vera mesta meistaraverk kvikmyndasögunnar. Hún var samt alls ekki slæm. Ég er til dæmis með þetta atriði á heilanum.