Óupplýstur borgarfulltrúi?

í Fréttablaðinu í­ morgun skrifar Margrét Sverrisdóttir grein sem hún kallar Frí­tt í­ strætó – fyrir suma. Segir hún þar m.a. „Undirrituð beinir þeim tilmælum eindregið til borgaryfirvalda að allir listnámsnemar á menntaskólaaldri og aðrir nemar á framhaldsstigi listnáms fái einnig frí­tt í­ strætó“. Þar sem bróðir minn er listnámsnemi og sömuleiðis margir í­ kring um hann þá get ég upplýst Margréti um að þau eru öll komin með strætókort. Mér þætti áhugavert að vita um hvaða skóla hún er að tala, en mér sýnist allir framhalds- og háskólar sem bjóða upp á fullt nám í­ listgreinum vera á lista „frí­tt í­ strætó“ listanum.