í gær sáum við Jón Þór um að kynna nýju þjóðtrúar- og trúarlífskönnunina hans Terry á Vísindavöku Rannís. Mér finnst könnunin að mörgu leiti mjög merkileg og enn merkilegri ef hún er borin saman við sambærilega könnun sem gerð var fyrir 33 árum. Ef ég tek bara nokkur dæmi þá er trú á tilvist álfa er heldur að minnka. Það eru samt bara 13% sem telja tilvist álfa óhugsandi miðað við 10% fyrir 33 árum. 2006 töldu 8% sig hafa vissu fyrir tilvist álfa sem er 9% stigum lægra en 1974. 21% útiloka reyndar tilvist blómálfa. Tölurnar sem við koma reimleikum eru á hinn veginn. 1974 töldu 10% reimleika óhugsandi miðað við 6% 2006. 9% voru vissir um reimleikar væru til staðar 1974 samanborið við 15% 2006. 32% telja sig hafa gist í húsi sem var reimt. íhugaverðast finnst mér þó að sjá hversu margir ekki treysta sér til að útiloka neitt um tilvist yfirnáttúrulegra hluta.
Ein af mörgum spurningum í könnuninn snéri að guðstrú. 45% telja að til sé kærleiksríkur guð sem hægt er að biðja til, 20% telja að ekki sé til annar guð en sá sem manneskjan hefur búið til sjálf, 11% telja sig ekki hafa vissu fyrir því að guð sé til, 9% sergja að guð hljóti að vera til því annars hefði lífið engan tilgang og 3% telja guð hafa skapað heiminn og stýra honum. 12% merktu við ekkert af framantöldu. Guðstrúin lækkar með hærri menntun og hækkar með hærri aldri. Aðeins 30% 16-24 ára telja að til sé kærleiksríkur guð sem hægt er að biðja til.