Berir bossar

Mér heyrist þjóðin vera á því­ að nú þurfi að grí­pa til örþrifa ráða í­ málefnum í­slenska landsliðslins í­ karlaknattspyrnu. Gestur stingur upp á því­ að landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar fari yfir málið. Mér finnst KSí ætti frekar að fara í­ fornritin og skoða hvernig forfeður okkar fóru að því­ að lama andstæðinga sí­na í­ bardaga. Oftar en einu sinni virkaði það vel að beita „magical mooning“. Landsliðið myndi þá rétt áður en dómarinn flautar til leiks snúa sér að sí­nu marki og girða niður um sig þannig að afturendinn væri sýnilegur andstæðingunum. í kjölfarið yrðu öll vopn þeirra bitlaus og sigur íslendinga ví­s. Þetta þýddi reyndar að landsleikir færu lí­klega ekki fram í­ Borgarbyggð í­ framtí­ðinni.