Það er alltaf merkilegt þegar minnst er á Háskólalistann í útgefnu efni frá Vöku eða Röskvu. Oft hafa fylkingarnar farið þá leið að láta eins og hann sé ekki til. í nýjasta Vakanda er lítillega imprað á þeirri spurningu hvort Háskólalistinn bjóði fram til Stúdentaráðs í ár og þess getið að stofnendur listans séu nú horfnir á braut. Sá sem skrifaði þetta í Vakanda hefur greinilega ekki verið neitt sérstaklega vakandi síðustu árin eða er illa upplýstur enda hafa afskipti stofnenda Háskólalistans af starfi hans verið nánast engin þau ár sem ég hef tekið þátt í starfi hans. Þessa frétt hefði því mátt birta fyrir löngu síðan.