Þröngur stakkur

Framhaldsnemum í­ þjóðfræði (veit ekki alveg með aðra nema í­ Félagsví­sindadeild) gengur illa að fá upplýsingar um þá aðstöðu sem þeim stendur til boða eftir áramót í­ nýju Háskólatorgi. Okkur hefur þó verið bent á sal í­ einni byggingunni sem á ví­st að verða okkar fljótlega. Mér brá við að sjá aðstöðuna enda er okkur vægast sagt sniðinn mjög þröngur stakkur og er ekki ólí­klegt annað en að plássleysi komi til með að hrjá okkur þar sem borðin eru frekar lí­til og sömu sögu er að segja af skápunum. Vonandi verður bætt úr þessu áður en aðstaðan verður tekin í­ notkun. Tommi var með myndavél á sér þannig að hægt er að deila umræddri aðstöðu með ykkur.

.maadstada002.jpg